Alþjóðlegi Espresso Martini dagurinn 15 Mars

Sagan segir að árið 1983 hafi ofur módel gengið inn á Soho Brasserie í London og sagði við barþjóninn "give me something that wakes me up, and fucks me up".⠀Kaffivélin var staðsett á barnum og Vodka réði ríkjum á þessum tíma, útkoman varð þessi magnaði froðufallegi kokteill með kaffibaunum á toppnum.
Einn sá allra vinsælasti á börum Reykjavíkur er Espresso Martini og oftar en ekki þarf bara einn til að panta á barnum. þá fara allir að panta Espresso Martini.

Skelltu þér í ofur módel fílinginn í tilefni alþjóðlega Espresso Martini dagsins 15 mars og njóttu helgarinnar með alvöru Espresso Martini kokteil í hönd frá Liberation. Það eina sem þú þarft að gera er að hella 150ml úr flöskunni í shaker, setja vel af klaka og hrista duglega, grípa Martini glasið og hella í, sjá froðuna koma upp og njóta.

Espresso Martini fæst í Nýju Vínbúðinni og inniheldur flaskan 6 - 7 skammta af kokteilnum.

Vitabona stofnað í þágu fólksins!
 

Nú er upphafið á ótrúlegu ævintýri!
Markmiðið er einfalt.. hagstæðari vín og gæða kokteila á Íslandi, hraðari afgreiðsla og á sama tíma hagræðing veitingastaða. Göfugt markmið en eftir margra ára framleiðsluferli höfum við fullkomnað þjónustuna.

Fylgstu með þróun drykkja og veitingastaða sem bjóða gæða vöru Vitabona beint á krana, við munum vissulega upplýsa vel á heimasíðu okkar sem og samfélagsmiðlum um gang mála.

Vitabona er latneska heitið yfir “Góða Lífið” og öll eigum við skilið að njóta gæða drykkja sem henta við hvert tilefni á hagstæðu verði!

Vín & Kokteilar #ákrana #fyrirísland

VitaBona logo.png